Vöxtur auglýsingamarkaðarins í heiminum verður undir 3,5% í ár, segir franski auglýsingarisinn Publicis. Í desember á síðasta ári var því jafnvel spáð að velta á auglýsingamarkaði myndi aukast um 4,1% í ár, samkvæmt frétt AFP í gær.

Vöxtur auglýsingamarkaðarins í heiminum verður undir 3,5% í ár, segir franski auglýsingarisinn Publicis. Í desember á síðasta ári var því jafnvel spáð að velta á auglýsingamarkaði myndi aukast um 4,1% í ár, samkvæmt frétt AFP í gær.

Publicis segir lakari spá nú m.a. skýrast af evruvandanum og vaxandi óróa á Kóreuskaga.

Fjölmiðlafyrirtækið ZenithOptimedia, sem Publicis tilheyrir, segir að hagnaður á auglýsingamarkaði innan evrusvæðisins muni dragast saman um 3,9% milli ára en áður hafði verið spáð 1,6% samdrætti. Árið 2012 eyddu fyrirtæki 5,2% minna fé til auglýsinga en árið 2011.