Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Refsingar fyrir ræktun á kannabis eru mun vægari heldur en refsingar fyrir innflutning á efninu,“ segir Kjartan Ægir Kristinsson, laganemi við Háskóla Reykjavíkur, í nýlegri BA-ritgerð.

Jón Heiðar Gunnarsson

jonheidar@mbl.is

„Refsingar fyrir ræktun á kannabis eru mun vægari heldur en refsingar fyrir innflutning á efninu,“ segir Kjartan Ægir Kristinsson, laganemi við Háskóla Reykjavíkur, í nýlegri BA-ritgerð. „Á að gefa mönnum afslátt af því að framleiða fíkniefni á Íslandi?“ spyr Kjartan en hann segir skýrt í lögum að enginn stigsmunur sé á innflutningi og ræktun efnisins. Þrátt fyrir það er mikið ósamræmi í dómum í slíkum málum. Hann telur nauðsynlegt að þyngja dóma er varða kannabisframleiðslu og segir pott vera brotin í meðferð slíkra mála.

Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, tekur í svipaðan streng og segir ákæruvaldið í fíkniefnamálum oft vera í höndum lögreglu. Hann kallar eftir auknum rannsóknum á umfangi ræktunar frá lögreglu áður en ákæra er gefin út.

Daði segir embættið enn vera að fóta sig í málum er varða kannabisframleiðslu þar sem mikil aukning hefur orðið í slíkum málum síðustu ár. „Það er ekki enn búið að leggja línurnar og setja viðmið um hvenær ræktun telst vera stórfelld eða ekki. Línan verður að koma frá dómstólunum en ekki frá okkur,“ segir Daði.

Vægari refsing... 12

Ósamræmi
» Kjartan bendir á að til að smygl teljist stórtækt þurfi aðili að smygla inn 5-10 kg af kannabis en ekkert slíkt viðmið sé til varðandi framleiðslu á efninu. Vísar hann þar til 173. gr. a. almennra hegningarlaga.