Æðarkóngurinn Það er engu líkara en að fuglinn beri kórónu á nefinu.
Æðarkóngurinn Það er engu líkara en að fuglinn beri kórónu á nefinu. — Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
Þessi æðarkóngur náðist á mynd á sjálfan þjóðhátíðardaginn þar sem hann spókaði sig í æðarvarpi í Akureyjum á Breiðafirði, í Helgafellssveit. Æðarkóngurinn verpir á norðurhveli jarðar og dvelst oft á Grænlandi og Svalbarða.

Þessi æðarkóngur náðist á mynd á sjálfan þjóðhátíðardaginn þar sem hann spókaði sig í æðarvarpi í Akureyjum á Breiðafirði, í Helgafellssveit. Æðarkóngurinn verpir á norðurhveli jarðar og dvelst oft á Grænlandi og Svalbarða. „Þeir þvælast stundum inn í æðarvörpin en eru oftast einir á ferð. Sjaldgæft er að sjá fleiri en einn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Nafn fuglsins stafar af kennimerki sem fuglinn ber á gogginum, en það líkist helst kórónu. Nafn fuglsins á öðrum tungumálum hefur oftast tengingu við kórónuna. bmo@mbl.is