Ted Dwane úr Mumford & Sons.
Ted Dwane úr Mumford & Sons.
Bassaleikari Mumford & Sons, Ted Dwane, er kominn af sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaskurðaðgerð vegna blóðtappa sem greindist í heila hans fyrir nokkrum vikum. Aðgerðin á honum gekk vel og búast læknar við skjótum bata bassaleikarans knáa.

Bassaleikari Mumford & Sons, Ted Dwane, er kominn af sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaskurðaðgerð vegna blóðtappa sem greindist í heila hans fyrir nokkrum vikum. Aðgerðin á honum gekk vel og búast læknar við skjótum bata bassaleikarans knáa.

Ted Dwane er aðeins 28 ára gamall en hann spilaði á Íslandi í fyrra með Mumford & Sons við mikinn fögnuð Íslendinga sem tóku honum og hljómsveitinni fagnandi.

Mumford & Sons hefur þurft að fresta þrennum tónleikum í ár vegna veikinda Ted en gangi allt að óskum ætti bassaleikarinn að verða kominn á fulla ferð með hljómsveitinni seinni hluta sumars og eða í strax í haust.

Aðdáendur ættu því ekki að þurfa að bíða lengi eftir endurkomu Ted.