Esjuhlaup Náttúrufegurð við Esjurætur gefur ofurhlaupurum aukakraft.
Esjuhlaup Náttúrufegurð við Esjurætur gefur ofurhlaupurum aukakraft.
Hlaupahópur Ármanns í samvinnu við Esjustofu heldur Esjuhlaupið, Mt. Esja Ultra, annað árið í röð næstkomandi laugardag 22. júní. Hlaupið þótti takast með eindæmum vel í fyrra og var það kosið hlaup ársins árið 2012 af hlaup.is. Mt.

Hlaupahópur Ármanns í samvinnu við Esjustofu heldur Esjuhlaupið, Mt. Esja Ultra, annað árið í röð næstkomandi laugardag 22. júní. Hlaupið þótti takast með eindæmum vel í fyrra og var það kosið hlaup ársins árið 2012 af hlaup.is.

Mt. Esja Ultra er alvöru fjallahlaup en hægt er að velja fjórar mismunandi vegalengdir. Einn hringur - 7 km og 600 m hækkun, tveir hringir - 14 km og 1200 m hækkun, fimm hringir - 35 km og 3000 m hækkun eða 10 hringir - 70 km og 6000 m hækkun.

Esjustofa styður við hlaupið með góðri aðstöðu og býður keppendum í lengri vegalengdum upp á heitar veitingar. Verslunin TRI og Greenqloud eru aðalstyrktaraðilar hlaupsins í ár, en ýmsir aðrir aðilar gefa vegleg verðlaun, þar á meðal vörur frá Compressport, Camelbak, Brooks, 66°North og Craft.