— Ljósmynd/Óttar Sveinsson
„Ég var staddur þarna svolítið frá, að taka mynd af fossinum með aðdráttarlinsu þegar ég sá fólkið við fossinn,“ sagði Óttar Sveinsson sem tók meðfylgjandi mynd við Dettifoss í gær.
„Ég var staddur þarna svolítið frá, að taka mynd af fossinum með aðdráttarlinsu þegar ég sá fólkið við fossinn,“ sagði Óttar Sveinsson sem tók meðfylgjandi mynd við Dettifoss í gær. „Mér var nú alveg hætt að standa á sama um þetta og var farinn að hugsa um hvað ég myndi gera ef þau myndu hreinlega detta.“ Óttar segist vart hafa trúað eigin augum, en engin bönd eða girðingar eru við fossinn til að halda fólki frá börmum hans. Dettifoss, sem er í Jökulsá á Fjöllum, er aflmesti foss landsins og er 44 m að hæð. Umhverfi fossins er mjög vinsæll áningarstaður ferðamanna.