Hið gullna jafnvægi.

Hið gullna jafnvægi. S-Allir

Norður
Á962
95
KG1096
53
Vestur Austur
KDG10 3
G432 KD86
D52 743
D8 G9764
Suður
8754
Á107
Á8
ÁK102
Suður spilar 4.

Hvert er hið gullna jafnvægi ágóðavonar og áhættu? Sú spurning liggur að baki mörgum mannlegum ákvörðunum og ekki hvað síst við spilaborðið. Ein birtingarmyndin er þessi: Á að dobla í von um hámarksgróða eða passa til að tryggja töluna?

Suður opnar á grandi (15-17), norður spyr um háliti, fær upp spaðalit og segir 4. Hvað á vestur að gera? Dobla gráðugur og hætta á að styggja bráðina, eða passa nægjusamur?

Sama staðan kom upp á báðum borðum í landsliðseinvígi Kranyaks og Fleishers. Chris Willenken doblaði, Kevin Bathurst passaði. Doblið hrakti NS í 4G. Willenken var óhress með þá þróun, en þegar til kom lak sá samningur einn niður. Á hinn bóginn unnust 4, reyndar eftir veika vörn. Útspilið var K. Sagnhafi dúkkaði, drap næst á Á og sá leguna. Fór þá í tígulinn og svínaði fyrir drottninguna. Það dugði til vinnings.

Einhver lærdómur? Helst sá, að erfitt sé að spá, einkum um framtíðina.