— Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, Lúðrasveit Þorlákshafnar og borgfirski englakórinn munu halda tónleika 25. júlí nk. í Fjarðarborg, Borgarfirði eystri. Miðasala á tónleikana hófst 17. júní og er þegar orðið uppselt.
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, Lúðrasveit Þorlákshafnar og borgfirski englakórinn munu halda tónleika 25. júlí nk. í Fjarðarborg, Borgarfirði eystri. Miðasala á tónleikana hófst 17. júní og er þegar orðið uppselt. Jónas hélt þrenna útgáfutónleika í fyrra í Þorlákshöfn vegna breiðskífu sinnar, Þar sem himin ber við haf, og var uppselt á þá alla.