Vonarskarð Vatnajökulsvegur myndi liggja um land þjóðgarðsins.
Vonarskarð Vatnajökulsvegur myndi liggja um land þjóðgarðsins. — Morgunblaðið/RAX
Áhugahópur um þjóðbraut norðan Vatnajökuls vinnur að athugun á möguleikum nýs vegar frá Kárahnjúkum að Nýjadal við Sprengisandsleið. Hugmyndin er að stytta leiðina á milli Austurlands og höfuðborgarsvæðisins um nærri 200 kílómetra.

Áhugahópur um þjóðbraut norðan Vatnajökuls vinnur að athugun á möguleikum nýs vegar frá Kárahnjúkum að Nýjadal við Sprengisandsleið. Hugmyndin er að stytta leiðina á milli Austurlands og höfuðborgarsvæðisins um nærri 200 kílómetra.

Ætlunin er að vinna verkið í einkaframkvæmd. Innheimt verði veggjald sem standi undir fjárfestingunni. Áhugahópurinn er að kynna verkefnið fyrir sveitarstjórnum og hefur verið vel tekið að sögn forsvarsmanns hans. Jafnframt er bæjarstjórinn á Seyðisfirði að kanna áhuga annarra sveitarfélaga á þátttöku í undirbúningsfélagi. Síðar á að stofna hlutafélag um lagningu vegarins. 4