Akureyri Bjarni Jónasson forstjóri, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Akureyri Bjarni Jónasson forstjóri, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Ný röntgentæki sem stórbæta greiningar voru tekin til notkunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn föstudag. Tækin eru af fullkomnustu gerð.

Ný röntgentæki sem stórbæta greiningar voru tekin til notkunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn föstudag. Tækin eru af fullkomnustu gerð. Þá auka þau öryggi sjúklinga og munu bæta verulega greiningarhæfni við rannsóknir, að því er segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Í tilefni af þessu heimsótti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Akureyrar til að kynna sér starfsemi stofnananna og ræða ýmis málefni þeirra.

Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri ræddi sérstaklega við ráðherrann um stöðu barna- og unglingageðlækninga enda er enginn barna- og unglingageðlæknir starfandi við sjúkrahúsið. Lagði Kristján Þór áherslu á að leysa þetta vandamál til að tryggja þjónustu við íbúa svæðisins. skulih@mbl.is