Viðbúnaður Eldur kom upp í íbúð í Stórholti þegar gaskútur sprakk.
Viðbúnaður Eldur kom upp í íbúð í Stórholti þegar gaskútur sprakk. — Ljósmynd/Pressphotos.biz
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í fyrrinótt kallað út að kjallaraíbúð við Stórholt í Reykjavík, en gaskútur hafði sprungið í íbúðinni um klukkan tvö eftir miðnætti.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í fyrrinótt kallað út að kjallaraíbúð við Stórholt í Reykjavík, en gaskútur hafði sprungið í íbúðinni um klukkan tvö eftir miðnætti. Karlmaður sem bjó í íbúðinni hafði átt við gaskút með þeim afleiðingum að kúturinn sprakk. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans með brunasár. Ástand mannsins er stöðugt og hann er ekki í lífshættu að sögn læknis. Mikið tjón varð af sprengingunni en ekki urðu frekari slys á fólki.

Slökkviliðinu gekk vel að slökkva eld og einnig að reykræsa íbúðina. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. agf@mbl.is