Um 60% aldraðra Evrópubúa, sem orðnir eru 75 ára og eldri, búa að jafnaði við skerta færni í daglegum athöfnum vegna sjúkdóma eða af öðrum heilsufarsástæðum.
Um 60% aldraðra Evrópubúa, sem orðnir eru 75 ára og eldri, búa að jafnaði við skerta færni í daglegum athöfnum vegna sjúkdóma eða af öðrum heilsufarsástæðum. Hlutfallið hér á landi er hins vegar mun lægra, eða tæplega 33% í þessum aldurshópi, og kemur Ísland best út í samanburði 23 þjóða. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti OECD og framkvæmdastjórnar ESB um aðbúnað aldraðra í aðildarlöndunum. 16