Dr. Phil Alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd.
Dr. Phil Alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd.
Skjár einn sýnir reglulega þætti sálfræðingsins Dr. Phil þar sem hann gefur fólki ráð og hjálpar því á allan mögulegan hátt. Yfirleitt ætla ég einungis að horfa á brot úr þætti en get svo ekki slitið mig frá skjánum. Stundum verð ég klökk af því að Dr.

Skjár einn sýnir reglulega þætti sálfræðingsins Dr. Phil þar sem hann gefur fólki ráð og hjálpar því á allan mögulegan hátt. Yfirleitt ætla ég einungis að horfa á brot úr þætti en get svo ekki slitið mig frá skjánum. Stundum verð ég klökk af því að Dr. Phil er svo góður.

Um daginn var sýndur þáttur um fremur unga konu sem á þríburadætur sem eru allar blindar og heyrnarlausar. Líf móðurinnar var svo erfitt að manni leið ekki vel að vita af því. En auðvitað gat maður ekkert gert, er bara sjónvarpsáhorfandi á Íslandi. En Dr. Phil átti ekki í neinum vandræðum með að aðstoða móðurina og flutti sérfræðing milli fylkja í Bandaríkjunum til að veita henni og þríburunum aðstoð til langframa. Þannig tókst að breyta svo ótal mörgu í lífi móðurinnar og dætra hennar.

Ég er hrifin af fólki sem notar auð sinn og áhrif við að aðstoða aðra. Það er allt í lagi að þetta fólk búi í stórfenglegum einbýlishúsum og aki um á sportbílum. Meðan það notar einhvern hluta af auðæfum sínum til að hjálpa öðrum þá er í lagi með þetta fólk.

Dr. Phil á vonandi eftir að lifa lengi og aðstoða sem flesta.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Höf.: Kolbrún Bergþórsdóttir