Mæðgur Rebekka Silvía Ragnarsdóttir á von á söng frá dótturinni Birnu Eldeyju í tilefni dagsins og ætlar svo í nudd eftir vinnu.
Mæðgur Rebekka Silvía Ragnarsdóttir á von á söng frá dótturinni Birnu Eldeyju í tilefni dagsins og ætlar svo í nudd eftir vinnu.
Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, verkefnastjóri þróunar- og gæðamála hjá Listaháskóla Íslands, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Deginum mun ég verja í vinnunni en að vinnudegi loknum fer ég með vinkonu minni í nudd.
Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, verkefnastjóri þróunar- og gæðamála hjá Listaháskóla Íslands, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Deginum mun ég verja í vinnunni en að vinnudegi loknum fer ég með vinkonu minni í nudd. Þá er ætlunin að fara út að borða með fjölskyldunni um kvöldið.“ Rebekka á þriggja ára dóttur sem hlakkar mikið til afmælisins. „Ég er viss um að dóttir mín, Birna Eldey, syngur fyrir mig afmælissönginn en hann er í miklu uppáhaldi hjá henni.“ Rebekka segir það vera misjafnt hverju sinni hvernig hún heldur upp á afmælið sitt en hún notar yfirleitt tilefnið til þess að gera eitthvað sérstakt og eftirminnilegt. „Nú geng ég með mitt annað barn og því verður þetta rólegur afmælisdagur þetta árið,“ segir Rebekka. Aðspurð hvað sé efst á óskalistanum af afmælisgjöfum segist hún ekki hafa neitt ákveðið í huga. „Mörgum finnst erfitt að finna handa mér gjafir en ég fæ þrátt fyrir það yfirleitt mjög góðar og fallegar gjafir.“ Rebekka horfir björtum augum til sumarsins og hlakkar til að eiga góðar stundir með fjölskyldunni. „Ég ætla að vinna auk þess sem ég mun líklega ferðast eitthvað um landið. Svo verður líka gott að vera í rólegheitum í garðinum mínum heima og njóta veðurblíðunnar í sumar,“ segir afmælisbarnið að lokum.