„Við þurfum vitundarvakningu í þessum efnum,“ segir Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir, sem stundað hefur nám í lýðheilsuvísindum og brautskráðist frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands um helgina.
„Við þurfum vitundarvakningu í þessum efnum,“ segir Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir, sem stundað hefur nám í lýðheilsuvísindum og brautskráðist frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands um helgina. Í MA-ritgerð sinni, Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis, kemst Freyja að þeirri niðurstöðu að kennslu jafnt sem rannsóknir á forvarnarstarfi þurfi að bæta til muna, en íslenskir unglingar eru að meðaltali mun yngri við upphaf fyrstu kynmaka en unglingar í mörgum OECD-löndum, auk þess sem kynsjúkdómar eru tíðir og notkun getnaðarvarna ekki nógu algeng. 12