Haldin verður ráðstefna Evrópusamtaka tannréttingasérfræðinga – European Orthodontic Society (EOS) í Hörpu dagana 26.-30. júní.

Haldin verður ráðstefna Evrópusamtaka tannréttingasérfræðinga – European Orthodontic Society (EOS) í Hörpu dagana 26.-30. júní. Um er að ræða stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið í húsinu frá opnun, en samhliða ráðstefnunni er haldin vörusýning í sölunum Silfurbergi, Norðurljósum og í Hörpuhorninu ásamt veggspjaldasýningu í Flóa og á Norðurbryggju.

Ráðstefnan er jafnframt ársþing samtakanna og eru tæplega 2.300 þátttakendur frá yfir 70 löndum nú þegar skráðir á þingið, þar á meðal rúmlega 1.800 tannréttingasérfræðingar og tannlæknar í framhaldsnámi. Í tilkynningu frá samtökunum segir að meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verði úrval heimsfrægra og eftirsóttra fyrirlesara í faginu, en nánar er hægt að kynna sér dagskrána á www.eos2013.com.

agf@mbl.is