— Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hin árlega Jónsmessugleði Félags eldri borgara í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Árbæjarsafns var haldin í gær.

Hin árlega Jónsmessugleði Félags eldri borgara í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Árbæjarsafns var haldin í gær.

Gönguhópur Félags eldri borgara gekk að Árbæjarsafni ásamt hópi fólks frá Heimilisiðnaðarfélaginu, sem var uppáklætt í þjóðbúningum.

Þegar þangað var komið setti Halldóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík, hátíðina og Sigurður Einarsson stjórnaði fjöldasöng undir harmonikkuleik Þorvalds Jónssonar. Að því loknu var dansað við þjóðlagatónlist undir stjórn Eydísar Franzdóttur.