Viðbúnir Harðlínumenn vilja að hermenn beiti sér gegn mótmælendum.
Viðbúnir Harðlínumenn vilja að hermenn beiti sér gegn mótmælendum. — AFP
Mótmæli héldu áfram í Brasilíu í gær en kannanir sýna að meirihluti landsmanna styður mótmælendur og viðleitni þeirra til að vekja athygli á hnignandi opinberri þjónustu sem og spillingu í landinu.

Mótmæli héldu áfram í Brasilíu í gær en kannanir sýna að meirihluti landsmanna styður mótmælendur og viðleitni þeirra til að vekja athygli á hnignandi opinberri þjónustu sem og spillingu í landinu.

Ólíkt því sem gerst hefur í fjöldamótmælum annars staðar um heiminn að undanförnu er mestur hluti mótmælenda millistéttarfólk.

Brasilía hefur gengið í gegnum mikið hagvaxtarskeið undanfarin ár og finnst mörgum sem það hafi ekki skilað sér í bættum kjörum almennings. Þessu hagvaxtarskeiði ku vera lokið í bili og á næsta ári er því spáð að hagvöxturinn verði um og undir einu prósenti.

Undir venjulegum kringumstæðum væru Brasilíumenn nú að gleyma sér í fagnaðarlátum vegna velgengni knattspyrnulandsliðsins. En nú er öldin önnur og á sama tíma og Brasilíumenn lögðu Ítala 4-2 í álfukeppninni á laugardag voru mótmæli í um 100 borgum og bæjum um gjörvallt landið.

Um tvær vikur eru síðan mótmælin hófust og hafa þau að mestu leyti verið friðsamleg. vidar@mbl.is