Verðlaunahafar Frá vorútskrift Lagadeildar. Katrín er sú fjórða frá vinstri.
Verðlaunahafar Frá vorútskrift Lagadeildar. Katrín er sú fjórða frá vinstri. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lokaritgerð Katrínar Þórðardóttur, Myndvöktun, hlaut verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina við vorútskrift lagadeildar Háskóla Íslands.

Lokaritgerð Katrínar Þórðardóttur, Myndvöktun, hlaut verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina við vorútskrift lagadeildar Háskóla Íslands.

Verðlaunin voru veitt af lögmannsstofunni Lögmenn Lækjargötu í samstarfi við lagadeildina, en sérstök matsnefnd sá um að velja bestu ritgerðina. Ritgerð Katrínar fjallar um rafræna vöktun með myndavélum með tilliti til reglna persónupplýsingaréttarins, en hingað til hefur ekki verið fjallað um efnið með heildstæðum hætti.

Þá fékk Gunnlaugur Helgason viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í meistaranámi, Oddur Ástráðsson fyrir besta árangurinn á BA-prófi og Hildur Hjörvar hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur á prófum á fyrsta ári. agf@mbl.is