Að minnsta kosti tíu manns féllu í gær í árásum uppreisnarmanna á öfgahóp salafista sem hertekið hefur landsvæði nærri Damaskus í Sýrlandi. Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur hvatt uppreisnarmenn til þess að ná svæðinu til baka á ný.
Að minnsta kosti tíu manns féllu í gær í árásum uppreisnarmanna á öfgahóp salafista sem hertekið hefur landsvæði nærri Damaskus í Sýrlandi. Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur hvatt uppreisnarmenn til þess að ná svæðinu til baka á ný. Þá féllu 14 manns í þremur sprengingum í Damaskus sem er á valdi stjórnarhersins að stærstum hluta. Hefur öfgahópurinn lýst ábyrgðinni á sprengingunum sér á hendur.