Áttundu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, lýkur í kvöld með þremur leikjum. ÍA fær Keflavík í heimsókn, Fylkir sækir FH heim í Kaplalrika og loks mætir Breiðablik liði Vals á Kópavogsvelli. Tveir fyrstnefndu leikirnir hefjast klukkan 19.15 en viðureignin á Kópavogsvelli þremur stundarfjórðungum síðar, klukkan 20.
Lið ÍA og Keflavíkur hafa farið frekar illa af stað í deildinni á þessari leiktíð og aðeins unnið einn leik hvort. Nýir þjálfarar tóku við stjórnvelinum hjá báðum liðum í síðustu viku. Þorvaldur Örlygsson stýrir ÍA í fyrsta sinn í kvöld og það á heimavelli en hann tók við af Þórði Þórðarsyni. Kristinn Guðmundsson er kominn í brúna hjá Keflvíkingum.
Eftir tap í bikarkeppninni í síðustu viku geta Íslandsmeistarar FH einbeitt sér að deildarkeppninni. Þeir hafa unnið fimm leiki af sjö til þessa á meðan andstæðingar þeirra í kvöld, leikmenn Fylkis, hafa aðeins gert tvö jafntefli en tapað fimm leikjum og eru án sigurs.
Valur, sem er taplaus, sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll. Breiðablik situr um miðja deild. iben@mbl.is