Sparsamur fyrirliði. S-NS
Norður | |
♠109643 | |
♥KD5 | |
♦32 | |
♣G82 |
Vestur | Austur |
♠G85 | ♠D2 |
♥G86 | ♥32 |
♦K1095 | ♦D874 |
♣Á109 | ♣KD764 |
Suður | |
♠ÁK7 | |
♥Á10974 | |
♦ÁG6 | |
♣53 |
Almennt borgar sig að spila stillt út upp í sterka grandopnun, bíða átekta og hætta ekki á að gefa sagnhafa ódýra slagi. Með þá speki reynslunnar í huga kom Ralph Katz út með tromp gegn 4♠.
Chris Willenken opnaði á 15-17 punkta grandi í suður og Michael Rosenberg yfirfærði í spaða. Willenken tók sterkt undir spaðann með 3♠ og Rosenberg lyfti í 4♠. Spaðafimman út, lítið úr borði og TVISTURINN frá Nick Nickell?!
Sparsemi Nickells kostaði aðeins yfirslag í þetta sinn, 650 út í staðinn fyrir 620. En hvernig fer samningurinn með hvassara útspili, tígli til dæmis?
Hann stendur á borðinu. Sagnhafi drepur á ♦Á, leggur niður ♠ÁK, spilar svo hjörtum og hendir niður tígli í borði. Vestur getur ekki trompað fyrr en í fjórða sinn og það er of seint.
En 4♥ vinnast hins vegar aldrei með tígli út.