Tveir ungir drengir sem voru í tímabundinni umsjá franskra barnayfirvalda létust eftir að þeir féllu ofan í tjörn nærri hótelinu sem þeir dvöldu á í útjaðri Parísar.
Tveir ungir drengir sem voru í tímabundinni umsjá franskra barnayfirvalda létust eftir að þeir féllu ofan í tjörn nærri hótelinu sem þeir dvöldu á í útjaðri Parísar. Auk drengjanna féllu þrjú önnur börn ofan í tjörnina, þar á meðal tveir drengir sem enn eru meðvitundarlausir og óvíst með batahorfur. Fimmta barnið er stúlka sem hlaut ekki skaða af. Börnin eru á aldrinum 3-8 ára.