Þjóðminjasafni Íslands hefur verið færður skautbúningur Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur til varðveislu.
Það var Margrét Þ. Norland sem færði safninu búninginn til minningar um ömmu sína og afa, Margréti Þorbjörgu og Thor Jensen sem færði konu sinni búninginn að gjöf á 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra.
Búningurinn er hinn glæsilegasti en loftverkið á skartinu er úr gulli og það smíðaði Magnús Erlendsson. Sprotabelti, koffri og nælu hefur verið komið fyrir á hátíðarsýningunni Silfur Íslands í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Sigurður Guðmundsson málari hannaði skautbúninginn á árunum 1858-1860.