Hættur við hvert fótmál Ekki verður bæði sleppt og haldið. Aðhald hefur sínar afleiðingar, og örvun atvinnulífsins hefur aðrar afleiðingar. Hvort tveggja ófyrirséð.

Hættur við hvert fótmál

Ekki verður bæði sleppt og haldið. Aðhald hefur sínar afleiðingar, og örvun atvinnulífsins hefur aðrar afleiðingar. Hvort tveggja ófyrirséð. Þjóðir með veikan gjaldeyri, eins og Íslendingar, hafa ekki sama möguleika til örvunar og þær, sem hafa sterkan gjaldeyri. Samt sér maður stundum lagt til að við beitum sömu aðferðum og tíðkast meðal þeirra, sem hafa sterkan gjaldeyri. Eins og skattalækkunum, vaxtalækkunum og fjárfestingu í innviðum.

Frjálst flæði fjármagns án eftirlits hefur þær afleiðingar að miklar sveiflur myndast á gjaldeyrismörkuðum. Sumstaðar brestur á gjaldeyrisflótti (Taíland á tíunda áratugnum) með tilheyrandi kreppu.

Borgari.

Hlaupahjól fannst

Hlaupahjól fannst í Fossvogi fyrir nokkrum dögum. Upplýsingar í síma 553-3067.

Elísabet.