Þorgerður Laxdal fæddist í Meðalheimi á Svalbarðsströnd 25. febrúar 1932. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 27. júní 2013.

Hún var dóttir hjónanna Huldu Laxdal, f. 26.4. 1905, d. 25.1. 1989, og Jóns Laxdal, f. 2.11. 1898, d. 4.9. 1992. Eginmaður hennar var Lúther Egill Gunnlaugsson, f. 2.8. 1923, d. 24.12. 2000. Börn þeirra hjóna eru: Gunnlaugur Friðrik Lúthersson, f. 15.5. 1952, Jón Hilmar Lúthersson, f. 19.8. 1955, Steinþór Berg Lúthersson, f. 26.2. 1959, og Helga Hlaðgerður Lúthersdóttir, f. 23.11. 1966.

Útför Þorgerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 3. júlí 2013, kl. 13.30.

Gestrisin og gæskurík

gjarnan vildi öðrum sinna,

kunni best að vaka og vinna

vanda að leysa – gæðin slík.

Allt var gert með opnum huga

öllum skyldi vinan duga.

Örlát hugsun, engu lík.

Þorgerði ég þakkir kann,

þvílík kona á brautu gengin,

sálin þreytt og friður fenginn

færist líf í dýrðarrann.

Við sem hana muna megum

minningarnar góðar eigum.

Guði þökkum svo með sann.

Auður Guðjónsdóttir.