Lítill drengur leikur sér á reiðhjóli í fyrradag, í fátækrahverfi Nikaneng í Suður-Afríku, rétt við platínunámu breska námufyrirtækisins Lonman, í Marikana.
Platínunáman (hvítagull) komst í heimsfréttirnar í ágúst í fyrra, þegar lögreglan í Marikana hóf skothríð á námaverkamenn, sem voru í verkfalli, til þess að krefjast hærri launa og betri aðbúnaðar. Skothríðinni lyktaði með því að 34 námaverkamenn lágu í valnum og aðrir 78 voru særðir.
Samkvæmt frétt AFP fengu námaverkamennirnir smávægilega launahækkun, eftir verkfallið í fyrra, en aðbúnaður þeirra er enn ömurlegur og þeir og fjölskyldur þeirra lifa í sárri neyð.