[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hilmar Örn Jónsson úr ÍR keppti í „aukagrein“ sinni, kúluvarpi, á HM 17 ára og yngri í Úkraínu í gærmorgun og varð í 25. sæti af 34 keppendum.

H ilmar Örn Jónsson úr ÍR keppti í „aukagrein“ sinni, kúluvarpi, á HM 17 ára og yngri í Úkraínu í gærmorgun og varð í 25. sæti af 34 keppendum. Hann varpaði 5 kg kúlunni lengst 17,86 metra en kasta þurfti 18,79 metra til að komast í 12 manna úrslitin. Hilmar Örn keppir í sleggjukasti í dag en það er hans aðalgrein sem hann hefur bætt sig hratt í undanfarið.

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Ásgerður Jana Ágústsdóttir úr UFA hefja einnig keppni á HM 17 ára og yngri í dag. Aníta keppir í undanrásum 800 metra hlaups en ef allt gengur að óskum gæti Íslandsmethafinn átt eftir að keppa um verðlaun á mótinu. Ásgerður Jana keppir í kúluvarpi í dag og í sjöþraut um helgina.

S tefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki hefur keppni fyrst fjögurra íslenskra keppenda á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Tampere í Finnlandi í dag. Hún keppir í riðlakeppni í 400 metra grindahlaupi laust eftir kl. 13. Blake Thomas Jakobsson úr FH keppir svo í undankeppni í kringlukasti seinni partinn. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH keppa svo báðar í sjöþraut á laugardag og sunnudag.

Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir halda áfram að gera það gott í strandblaki í Danmörku en um liðna helgi unnu þær sig upp í úrvalsdeild með því að vinna allar fimm viðureignir sínar í næstefstu deild. Þær unnu þrjá leiki í riðlakeppni og undanúrslitaleikinn, og svo úrslitaleikinn eftir hörkuviðureign, 21:17 og 22:20. Þær keppa því í úrvalsdeild á næsta móti í Kolding um helgina.

Urban Hagblom , yfirmaður íþróttamála hjá sænska knattspyrnufélaginu Sundsvall, segir að félagið hafi vissulega fengið tilboð í landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason frá danska félaginu OB. Það hafi hins vegar ekki verið nægilega hátt. Hagblom býst við því að OB geri hærra tilboð á næstu dögum. Samningur Ara Freys við Sundsvall, sem leikur í sænsku 1. deildinni, rennur út í lok leiktíðarinnar og því allt útlit fyrir að hann verði seldur í þessum mánuði. Hann hefur einnig verið orðaður við Randers í Danmörku en þaðan hefur ekki borist tilboð að sögn Hagblom.

Everton hefur fengið til sín að láni efnilegan sóknarmann frá Spánarmeisturum Barcelona, hinn 19 ára gamla Gerard Deulofeu . Deulofeu skoraði 18 mörk í 33 leikjum fyrir B-lið Barcelona á síðustu leiktíð en kom einnig við sögu í leikjum aðalliðsins, í deild, bikar og Meistaradeildinni. „Gerard er sannkallaður demantur úr spænska boltanum, strákur með ótrúlega hæfileika og ég er gríðarlega ánægður með að fá hann,“ sagði Roberto Martínez , sem tók við sem knattspyrnustjóri Everton í sumar.