11. júlí 1911 Konur fengu fullt jafnrétti til menntunar og embætta á við karla þegar konungur staðfesti lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta. Hannes Hafstein hafði flutt frumvarpið.
11. júlí 1911
Konur fengu fullt jafnrétti til menntunar og embætta á við karla þegar konungur staðfesti lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta. Hannes Hafstein hafði flutt frumvarpið. Hann taldi menntun vera til blessunar og að lögin myndu gera þjóðlífið ánægjulegra og betra.
11. júlí 1911
Hitabylgja gekk yfir Norðurland og Austurland, í suðvestanátt. „Feykilega miklir hitar,“ sagði í Austra. Hiti mældist 29,9 stig á Akureyri og 28,9 stig á Seyðisfirði. Það eru staðbundin met sem standa enn.
11. júlí 1945
Fyrsta áætlunarflugið til útlanda var farið með Catalina-flugbát Flugfélags Íslands frá Skerjafirði til Glasgow í Skotlandi. Farþegarnir voru fjórir. Ferðin tók sex klukkustundir.
11. júlí 1998
Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir umferð, átta mánuðum á undan áætlun. „Í dag er sigurdagur,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í vígsluræðu. Göngin eru 5.484 metra löng og liggja dýpst 165 metra undir sjávarmáli. Þau styttu hringveginn um 42 kílómetra.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson