Af 78 verslunum, sem Neytendastofa kannaði nýverið á höfuðborgarsvæðinu, voru einungis tvær verslanir í fullkomnu lagi með sínar verðmerkingar. Voru þetta verslanir Bónuss í Holtagörðum og Kringlunni. Engin athugasemd var gerð í þeim verslunum.
Af 78 verslunum, sem Neytendastofa kannaði nýverið á höfuðborgarsvæðinu, voru einungis tvær verslanir í fullkomnu lagi með sínar verðmerkingar. Voru þetta verslanir Bónuss í Holtagörðum og Kringlunni. Engin athugasemd var gerð í þeim verslunum. Hjá 57 verslunum var ósamræmi á milli verðs á kassa og í hillu, þar af var verð í 38 verslunum hærra á kassa en í hillu. Könnunin var gerð dagana 3. til 24. júní sl. Um 3.900 vörur voru í heildarúrtakinu. Mesta ósamræmið á verði á kassa og hillu var í Krónunni við Rofabæ.