Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Keflavíkur, heillaði forráðamenn sænska félagsins Norrköping enn frekar í æfingaleik með U21-liði félagsins í fyrrakvöld.

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Keflavíkur, heillaði forráðamenn sænska félagsins Norrköping enn frekar í æfingaleik með U21-liði félagsins í fyrrakvöld. Eftir að hafa spilað úti á hægri kanti í fyrri hálfleik lék hann fremst á miðjunni í þeim seinni og lagði upp bæði mörkin í 2:0-sigri.

„Ég veit ekki hvað tekur við núna. Kannski ræða félögin saman og finna lausn,“ sagði Arnór Ingvi sem er með samning við Keflavík fram á næsta ár. sindris@mbl.is