Skúli Skúlason fæddist í Keflavík 31. mars 1942. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 23. maí 2013.

Útför Skúla fór fram frá Neskirkju 31. maí 2013.

Elsku besti vinur minn, Skúli, hefur lokið lífshlaupi sínu. Hann stóð sig eins og hetja síðustu misserin í baráttunni við óbærilegan sjúkdóm sem tekur fólk bæði andlega og líkamlega.

Klukkan 12 23. júní 2013 stöðvaðist klukkan, þannig var það. Hann bara fór, hvert hann fór veit ég ekki. Þannig svaraði hann mér svipað stuttu fyrir síðustu kveðju, manstu ekki eftir Ellu þinni, þú horfðir í augun á mér „þögn“ ég man vel eftir henni. Samband okkar var gott, en hún bara fór en hvert hún fór veit ég ekki. Þetta er mjög hlý og eftirminnileg kveðja frá honum sem ég mun ávallt geyma með mér. Hvað Skúli hélt sínum karakter, hinn ljúfi kurteisi maður. Með allt á hreinu eins og minnið leyfði honum til síðasta dags. Alltaf þegar ég kom til hans og spurði, „hvernig hefur þú það Skúli minn?“ „Ég hef það nú bara ágætt,“ þvílík yfirvegun. Ég hef þorskast mikið við að umgangast Skúla. Til dæmis á 2. hæð norður á Eir þar sem hann fékk þá bestu umönnun, hlýju og virðingu sem hægt er að hugsa sér. Þar naut ég jafnframt hlýju og styrks. Fyrir allt þetta þakka ég ykkur öllum yndisleg.

Fyrstu kynni okkar voru fyrir 33 árum, en segja má að vinátta okkar hafi orðið enn nánari fyrir um 17 árum. Við studdum hvort annað af mikilli virðingu og áttum sameiginlega vini sem ég veit að sakna hans. Skemmtilegustu stundir okkar Skúla voru þegar við fórum í leikhús og sóttum tónleika í Hörpu. Skúli naut þess að skoða Hörpuna í ferðum okkar þangað en þar kom fram áhugi hans á byggingarstíl.

Skúli eignaðist einn son, Kristin Pétur, sem hann var mjög stoltur af. Kiddi stóð sig frábærlega sem sonur og var föður sínum stoð og stytta í erfiðum veikindum. Takk fyrir að vera til, Kiddi minn.

Ég vil senda þakklæti til Ágústu og annarra í dagvistun á Vitatorgi en þar fékk Skúli mjög gott viðmót. Systkinum Skúla og vinum mínum þakka ég mikla hjálp og stuðning á sorgarstundu. Kristín, Hanna og Dóra, takk takk. Inga Ella nafna mín og vinur okkar þakkar þér fyrir mjög ljúfar samverustundir sem hún á eftir að muna lengi með sér.

Bless bless, elsku Skúli minn, það er stórt tóm í hjarta mínu.

Elín Salka Stefánsdóttir (Ella Stefáns).