Vatíkan Frans páfi hefur lofað að hann muni beita sér gegn kynferðisofbeldi.
Vatíkan Frans páfi hefur lofað að hann muni beita sér gegn kynferðisofbeldi. — AFP
Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, svokölluð Nefnd um réttindi barnsins, hefur farið fram á ítarlegar upplýsingar frá Vatíkaninu um kynferðisbrot presta, munka og nunna gegn börnum. Nefndin hefur m.a.

Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, svokölluð Nefnd um réttindi barnsins, hefur farið fram á ítarlegar upplýsingar frá Vatíkaninu um kynferðisbrot presta, munka og nunna gegn börnum.

Nefndin hefur m.a. óskað eftir því að fá að vita til hvaða ráða kirkjan hefur gripið til þess að tryggja að meðlimir prestastéttarinnar, sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot, hafi ekki samskipti við börn og hvers konar stuðning fórnarlömb kynferðisofbeldis hafa fengið hjá Vatíkaninu.

Þá hefur nefndin einnig óskað eftir upplýsingum um mál þar sem þaggað var niður í börnum til að koma í veg fyrir að kynferðisbrot gegn þeim kæmust upp og hvaða skref Vatíkanið hefur tekið til þess að koma í veg fyrir frekari brot.

Sameinuðu þjóðirnar hafa löngum lýst áhyggjum af kynferðisbrotum innan kirkjunnar en þetta mun vera í fyrsta sinn sem farið er fram á svo ítarlegar upplýsingar um málið.