Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í 17. sæti í höggleiknum á EM landsliða og leikur í C-riðli í holukeppninni sem nú tekur við.
Þar mætir Ísland sveitum Sviss og Slóvakíu en þar er um að ræða þrjár neðstu þjóðirnar en 19 þjóðir tóku þátt á EM.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti besta hringinn í gær og lék á 76 höggum en hún var með 50. besta skor einstaklinga á 36 holum.
Skor íslensku stúlknanna og staða þeirra í einstaklingskeppninni var eftirfarandi:
50. sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 76/76 = 152 högg
54. sæti. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 76/77 = 153 högg
85. sæti. Sunna Víðisdóttir GR 78/79 = 157 högg
90. sæti. Signý Arnórsdóttir GK 76/83 = 159 högg
98. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77/83 = 160 högg
104. sæti. Anna Sólveig Snorradóttir GK 83/81 = 164 högg
Í riðil A fara þær átta þjóðir sem hafa lægsta skorið, í B riðil fara þjóðir í sætum 9-16 og í C riðil fara þjóðir í sætum 17-19. Í riðlunum er leikinn holukeppni í formi fjórmennings og tvímennings. Í fjórmenningi eru tvær saman í liði en í tvímenningi er einn á móti einum.
sport@mbl.is