Grótta Kennileiti Seltjarnarness.
Grótta Kennileiti Seltjarnarness. — Morgunblaðið/Ómar
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti nýverið breytingu á heiti sveitarfélagsins og mun það nú heita Seltjarnarnesbær. Fyrir breytinguna hét bærinn Seltjarnarneskaupstaður.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti nýverið breytingu á heiti sveitarfélagsins og mun það nú heita Seltjarnarnesbær. Fyrir breytinguna hét bærinn Seltjarnarneskaupstaður.

„Þetta er málvenja sem hefur skapast hjá okkur að tala um stjórnsýsluna sem Seltjarnarnesbæ,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri. Hún bendir á Hafnarfjarðarbæ og Kópavogsbæ sem dæmi um önnur sveitarfélög sem hafi farið sömu leið.

Að sögn Ásgerðar ákvað bæjarstjórnin að nýta tækifærið og breyta þessu samhliða endurskoðun á bæjarmálasamþykktinni og hefur breytingartillagan verið send til innanríkisráðuneytisins til staðfestingar breytingunni.

larahalla@mbl.is