Rússneskir verkamenn unnu við það í gær á Rauða torginu í Moskvu að taka niður risavaxið svið sem sett hafði verið upp á torginu, í tilefni af tískusýningu hins heimsfræga hönnuðar Christian Dior, þar sem fyrirtækið kynnti haust- og vetrarlínu sína.
Rússneskir verkamenn unnu við það í gær á Rauða torginu í Moskvu að taka niður risavaxið svið sem sett hafði verið upp á torginu, í tilefni af tískusýningu hins heimsfræga hönnuðar Christian Dior, þar sem fyrirtækið kynnti haust- og vetrarlínu sína. Dior fékk fyrst að sýna í Moskvu 1959, þegar Sovétríkin sálugu afnámu bann við tískusýningum.