Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Már.
Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Már.
Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari flytur sólóverk samin fyrir flamenco gítar í hádeginu á morgun, föstudag, í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund.
Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari flytur sólóverk samin fyrir flamenco gítar í hádeginu á morgun, föstudag, í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Fjöldi flytjenda kemur fram á tónleikunum, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar, ásamt Lilju Eggertsdóttur píanóleikarara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar. Nýir flytjendur koma fram í hvert sinn og er efnisskrá hverra tónleika sérsniðin að þeim hópi flytjenda. Hádegistónleikarnir á morgun eru tilvalin skemmtun fyrir þá vilja sjá á bak rigningu og súld og komast í suðrænt sumarskap.