Einkum í ljósi þess að hann og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður flokksins og þingmaður, eru bandamenn og erfitt er að ímynda sér að útgerðarmenn vilji fá hann aftur í sjómennsku eftir harða baráttu gegn sjávarútveginum.
Nú er komið á daginn, þótt það sé ekki full vinna, að hann er sestur í bankaráð Seðlabanka Íslands fyrir hönd Vinstri grænna. Það veit ekki á gott. Hann hefur hvorki reynslu né menntun til að takast á við starfið.
Björn Valur er með skipstjórnarpróf og kennsluréttindi - og unnið til sjós, verið í bæjarpólitík í Ólafsfjarðarbæ og setið eitt kjörtímabil á þingi. Það gefur ekki tilefni til að ætla að hann hafi þá þekkingu sem til þarf til að takast á við þau viðfangsefni sem koma á borð stjórnar Seðlabankans.
Það er átakanlega mikill munur á menntun og hæfi hans og annarra bankaráðsmanna. Hinir eru vel menntaðir í hagfræði, verkfræði, viðskiptafræði og lögfræði.
Miðað við þetta framlag Vinstri grænna mætti halda að málefni stjórnar Seðlabankans skiptu litlu sem engu. Svo er ekki.