Þakklæti Við vorum svo heppin að fá úthlutaða orlofsíbúð í Stykkishólmi á vegum Eflingar. Við þurftum að sjálfsögðu að kaupa okkur í matinn og leiðin lá í Bónus. Þar tók starfsfólkið ávallt á móti okkur með bros á vör.

Þakklæti

Við vorum svo heppin að fá úthlutaða orlofsíbúð í Stykkishólmi á vegum Eflingar. Við þurftum að sjálfsögðu að kaupa okkur í matinn og leiðin lá í Bónus. Þar tók starfsfólkið ávallt á móti okkur með bros á vör. Við fórum einnig í ógleymanlega siglingu á vegum Sæferða um Breiðafjörðinn og þar tók starfsfólkið líka á móti okkur með sama ljúfa viðmótinu og brosinu. Við þökkum öllu þessu unga fólki kærlega fyrir okkur og óskum þeim alls hins besta.

Ferðalangar.