Á San Fermin-hátíðinni byrjar hver dagur á hinu víðfræga nautahlaupi, þar sem hópur fólks hleypur undan sex fullvöxnum nautum, 830 metra leið eftir þröngum götum Pamplona-borgar.
Á San Fermin-hátíðinni byrjar hver dagur á hinu víðfræga nautahlaupi, þar sem hópur fólks hleypur undan sex fullvöxnum nautum, 830 metra leið eftir þröngum götum Pamplona-borgar. Árlega slasast fjöldi fólks í hlaupinu en það eru sjaldnast nautin sem valda áverkunum, heldur koma þeir til þegar fólkið verður undir í troðningnum. Dýraverndunarsamtök hafa ítrekað mótmælt hlaupinu og atinu sem fylgir, þar sem dýrin eru drepin.