Þórarinn Eldjárn rithöfundur leiðir bókmenntagöngu á Þingvöllum sem hefst við fræðslumiðstöðina kl. 20 í kvöld.
Þórarinn Eldjárn rithöfundur leiðir bókmenntagöngu á Þingvöllum sem hefst við fræðslumiðstöðina kl. 20 í kvöld. Í göngunni rifjar hann upp ýmis bókmenntaverk sem tengjast Þingvöllum frá fornritum til hátíðarljóða, skáldrita Halldórs Laxness til sagna af yfirskilvitlegum atburðum á liðinni öld sem tengjast Þorleifshaugi og sögunni af smalanum sem þar lagðist til svefns.