Stemning Verður slegið Íslandsmet í salsadansi á Austurvelli í kvöld?
Stemning Verður slegið Íslandsmet í salsadansi á Austurvelli í kvöld? — Morgunblaðið/Ómar
Salsadansarar og nemendur dansskóla SalsaIceland og aðrir dansáhugamenn munu reyna við nýtt fjöldamet í kúbverska hringdansinum „Rueda de Casino“ í kvöld klukkan 19 á Austurvelli.
Salsadansarar og nemendur dansskóla SalsaIceland og aðrir dansáhugamenn munu reyna við nýtt fjöldamet í kúbverska hringdansinum „Rueda de Casino“ í kvöld klukkan 19 á Austurvelli. Upphitun hefst klukkan 18:30 og má búast við ekta kúbanskri stemningu. Rueda de Casino er dans sem þróaðist í Havana, höfuðborg Kúbu, seint á sjötta áratugnum. Tvö eða fleiri pör mynda hring og dansa og fylgja skipunum eins stjórnanda í hringnum. Flestar dansflétturnar fela í sér að skipt er um dansfélaga og þannig skapast flæði þar sem allir dansa við alla. Rueda-dansinn hefur náð miklum vinsældum hjá salsadönsurum um allan heim þar sem skemmtanagildi dansins er mikið og sköpunargleðin fær að njóta sín. Þetta er fjölskylduatburður og allt salsaáhugafólk er hvatt til að koma og taka þátt.