Stórleikur Á Samsung-vellinum í kvöld mætast liðin í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en FH á harma að hefna eftir síðasta leik liðanna.
Stórleikur Á Samsung-vellinum í kvöld mætast liðin í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en FH á harma að hefna eftir síðasta leik liðanna. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vegna Evrópuverkefna FH verður fyrsti leikur 11. umferðar Pepsi-deildarinnar leikinn í kvöld á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturunum en leikurinn hefst klukkan 20.00.

Vegna Evrópuverkefna FH verður fyrsti leikur 11. umferðar Pepsi-deildarinnar leikinn í kvöld á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturunum en leikurinn hefst klukkan 20.00.

FH-ingar eiga harma að hefna gegn Stjörnunni sem skelltu FH í bikarnum á teppinu á dögunum en eftir þann leik sendi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sínum mönnum væna pillu í von um að vekja upp í þeim meiri baráttuanda.

Stjarnan varð fyrir áfalli í síðasta leik, sem var bikarleikur gegn Fylki, þegar markvörðurinn, Ingvar Jónsson, var rekinn af velli en hann tekur út leikbann í kvöld.

Arnar Darri Pétursson mun því verja mark Garðbæinga en hann hefur ekki byrjað mótsleik, að undanskildum Lengjubikarnum, síðan hann stóð vaktina í bikarúrslitunum gegn KR í fyrra.

Með sigri getur FH skotist upp fyrir KR á topp deildarinnar en KR á þó tvo leiki til góða. tomas@mbl.is