Æðsti stjórnsýsludómstóll Kólumbíu úrskurðaði á þriðjudag að sérstakar kringumstæður hefðu valdið því að Unión Patriótica, stjórnmálaarmur FARC skæruliðahreyfingarinnar, hefði ekki tilkynnt um frambjóðendur fyrir forseta- og þingkosningar í landinu árið...
Æðsti stjórnsýsludómstóll Kólumbíu úrskurðaði á þriðjudag að sérstakar kringumstæður hefðu valdið því að Unión Patriótica, stjórnmálaarmur FARC skæruliðahreyfingarinnar, hefði ekki tilkynnt um frambjóðendur fyrir forseta- og þingkosningar í landinu árið 2002.
Með úrskurðinum endurheimtir flokkurinn lögmæti sitt, sem hann missti þegar hann uppfyllti ekki áðurnefnd skilyrði kólumbískra kosningalaga, en dómstóllinn taldi það flokknum til málsbóta að meðlimir hans hefðu verið skotmörk dauðasveita, sem nutu stuðnings stjórnvalda.