Skrá Stefnt er að því að skrá Eik í Kauphöllina en lífeyrissjóðir eiga helmingshlut.
Skrá Stefnt er að því að skrá Eik í Kauphöllina en lífeyrissjóðir eiga helmingshlut. — Morgunblaðið/Golli
Það er mikil stærðarhagkvæmni fólgin í rekstri fasteignafélaga. Þokkalegt félag ætti að geta bætt við sig töluvert af fasteignum án þess að þurfa að ráða til sín fleira fólk til að takast á við vöxtinn.

Það er mikil stærðarhagkvæmni fólgin í rekstri fasteignafélaga. Þokkalegt félag ætti að geta bætt við sig töluvert af fasteignum án þess að þurfa að ráða til sín fleira fólk til að takast á við vöxtinn. Fasteignafélögin hér á landi mættu vera miklu stærri.

Það eru þess vegna jákvæð tíðindi að hluthafar Eikar fasteignafélags hafi kosið að auka við hlutafé fyrirtækisins um 750 milljónir króna á föstudaginn með það fyrir augum að kaupa fleiri fasteignir.

Stefnt er að því að skrá Eik á hlutabréfamarkað, en ekki hefur verið upplýst hvenær það stendur til.

Sé horft til hlutafjárútboðsins nemur verðmæti fyrirtækisins hátt í sjö milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum.

Það væri æskilegt að stækka félagið frekar í ljósi orða forstjóra Regins. Reginn er fyrsta og eina fasteignafélagið í Kauphöllinni. Markaðsvirði þess er 16 milljarðar króna - en það hefur hækkað um 50% frá skráningu á markað síðasta sumar. Virði félaganna fyrir skráningu var því nokkuð svipað. Forstjórinn sagði í viðskiptaþætti Mbl.is: „Reginn er raunverulega í algjörri lágmarksstærð. Sem skráð félag má það ekki vera minna.“