Suðurhluti Dalsbrautar á Akureyri verður formlega tekinn í notkun klukkan 16.30 í dag en þá verður klippt á borða við gangbrautarljósin við Lundarskóla. Þaðan verður bílum ekið suður götuna.
Suðurhluti Dalsbrautar á Akureyri verður formlega tekinn í notkun klukkan 16.30 í dag en þá verður klippt á borða við gangbrautarljósin við Lundarskóla.
Þaðan verður bílum ekið suður götuna.
Á heimasíðu Akureyrar eru bæjarbúar hvattir til að fagna þessum áfanga með því að mæta fótgangandi, á reiðhjólum eða bifreiðum og fylgja bílalestinni.