Ferðaþjónustufyrirtækið The Traveling Viking hefur í samstarfi við Iceland Travel, dótturfélag Icelandair, hafið markaðssetningu á sérstökum Game of Thrones-ferðum til Íslands í vetur. Gert er ráð fyrir 4-5 daga ferð, en helsta markaðssvæðið er...
Ferðaþjónustufyrirtækið The Traveling Viking hefur í samstarfi við Iceland Travel, dótturfélag Icelandair, hafið markaðssetningu á sérstökum Game of Thrones-ferðum til Íslands í vetur. Gert er ráð fyrir 4-5 daga ferð, en helsta markaðssvæðið er Bretland. Rósa Stefánsdóttir, hjá Iceland Travel, segir að þau hafi séð tækifæri vegna mikils umtals og áhuga á Íslandi. Þá hafi þetta verið fullkomið tækifæri til að ýta undir verkefnið um Ísland sem áfangastað allt árið. Nánar á mbl.is.