Kanadíski leikarinn Ryan Gosling, sem hefur verið hér á landi að undanförnu, lenti í árekstri á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í gær. Ekki var um alvarlegt óhapp að ræða, samkvæmt frétt mbl.is, heldur aftanákeyrslu tveggja bíla.

Kanadíski leikarinn Ryan Gosling, sem hefur verið hér á landi að undanförnu, lenti í árekstri á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í gær. Ekki var um alvarlegt óhapp að ræða, samkvæmt frétt mbl.is, heldur aftanákeyrslu tveggja bíla. Ekki fylgdi sögunni hvor var í rétti.

Leiðrétting 12. júlí - Íslenskur tvífari Gosling lenti í árekstrinum

Það reyndist vera íslenskur tvífari kanadíska leikarans Ryans Gosling, Júlíus Pétur Guðjohnsen, sem lenti í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á miðvikudag, en ekki leikarinn sjálfur eins og fram kom í fréttum fjölmiðla, m.a. á mbl.is og í Morgunblaðinu.

Lesendur mbl.is og Morgunblaðsins, sem og Ryan Gosling, eru beðnir velvirðingar á þessum leiða misskilningi.