Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu skiptastjóra þrotabús Fons um að arðgreiðslu upp á rúmlega fjóra milljarða til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar verði rift. Þeir þurfa því ekki að greiða þessa peninga inn í þrotabúið.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu skiptastjóra þrotabús Fons um að arðgreiðslu upp á rúmlega fjóra milljarða til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar verði rift. Þeir þurfa því ekki að greiða þessa peninga inn í þrotabúið. Fons var tekið til gjaldþrotaskipta í lok apríl 2009. Lýstar kröfur í búið námu samtals 39,8 milljörðum króna.