— Morgunblaðið/Ómar
Bandaríska söngkonan Dionne Warwick, sem um þessar mundir fagnar 50 ára söngferli, sýndi það og sannaði í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi að hún hefur engu gleymt, á 73. aldursári.
Bandaríska söngkonan Dionne Warwick, sem um þessar mundir fagnar 50 ára söngferli, sýndi það og sannaði í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi að hún hefur engu gleymt, á 73. aldursári. Seiðandi söngur hennar heillaði gesti Hörpu en á dagskránni voru mörg þekktustu laga hennar í gegnum tíðina, eins og Don't make me over, Heartbreaker, This girl's in love with you. Gestir höfðu á orði í hve góðu formi Warwick er, en hún mætti úthvíld í Hörpu eftir sitt fyrsta tónleikaferðalag til Íslands.